Slippur Trésmiðja ehf.
Gamaldags trésmíðaverkstæði þar sem smíðað er næstum hvað sem er.
Um okkur
Slippur Trésmiðja hóf starfsemi sína 1. Janúar 2020, eftir að Guðmundur S Sighvatsson tók við rekstri trésmíðaverkstæðisins af Stálsmiðjunni Framtak ehf. En trésmíðaverkstæði Stálsmiðjunnar varð til við endurskipulagningu fyrirtækjanna Stálsmiðjunnar h/f og Slippfélagsins í Reykjavík h/f .
Trésmiðaverkstæðið hefur verið starfrækt óslitið frá árinu 1902. Framan af var fyrst og fremst unnið að skipaviðgerðum á tréskipum en eftir seinni heimstyrjöld var rekið fullkomið trésmíðaverkstæði í við Mýrargötuna sem framleiddi m.a. glugga,hurðir og ýmiskonar lista.
Slippur Trésmiðja ehf. mun sinna sömu verkefnum Stálsmiðjan Framtak ehf. sinnti áður. Helstu verkefni verða því að sinna alhliða smíðaverkefnum og sérsmíði auk þess sem áhersla hefur verið lögð á að framleiða áfram gömlu gereftin og listana. Gluggar og hurðir í gömlu húsin eru okkar sérfag enda höfum við aðlagað gömlu gluggana auknum kröfum um hljóð og varmaeinangrun. Auk þess mun Slippur Trésmiðja ehf. sjá um trésmíði í skipum á vegum Stálsmiðjunnar Framtaks ehf. auk þess að bjóða skipaflotanum alla þá þjónustu er tengist trésmíðavinnu.

Þjónustan Okkar

Skipaþjónusta
Þjónusta við skipin eru eitt okkar aðal sviða. Starfmenn trésmiðjunnar eru þaulvanir innréttingum í skipum.
Hvort sem um er að ræða íbúðir, stýrishús, lestar eða vinnslurími. Við getum útvegað klæðningaefni úr við, plasti eða málmi. Einnig útvegum við hurðir í vistarverur með IMO vottun.

Framleiðsla
Á Trésmíðaverkstæðinu framleiðum við alskyns lista. Gerefti, gólflista, kverklista og aðra skrautlista. Við smíðað líka hinar klassísku 6 metra viðar fánastangir. Þær eru bæði hvítlakkaðar og viðarlitar. Sérsmíði á stærri stöngum er möguleg.

Sérsmíði
Smíðum hurðir glugga og ýmislegt annað fyrir gömul hús. Allt frá smálistum til heilla húsa höfum við smíðað fyrir okkar viðskiptavini.
Ekki er nauðsynlegt að koma með smíðateikningar af sérsmíði, einungis helstu mál. Við aðstoðum svo við að koma hugmyndinni í framkvæmd.
Starfsmenn

Guðmundur Sighvatsson
Verkstjóri

Alberto Cerqueira Rodrigues
Trésmiður

Krzysof Kacper Kurzydlo
Trésmiður

Andrzej Konczal
Trésmiður

José Boaventura Oliveira Silva
Trésmiður

Jorge Miguel Conceicao Machado
Aðstoðarmaður